Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
26.2.2009 | 20:46
Óæskilegt með öllu...
Ég er hjartanlega sammála Kristjáni Kára að það er alveg út í hött að skylda nefnd á vegum Seðlabanka um að upplýsa áhyggjum sínum á fjármálafyrirtækjum og efast stórlega um að slíkt væri til sparnaðar fyrir samfélagið. Allt fjármálakerfi byggist á væntingum og þegar sú stofnun sem á að tryggja fjármálalegan stöðugleika í landinu lýsir yfir áhyggum sínum opinberlega er ljóst að það myndi hafa veruleg áhrif á allt fjármálakerfið.
Fólk þarf bara að spyrja sig einnar spurningar til að skilja þetta eða hvað myndir þú gera ef að nefnd á vegum Seðlabanka myndi opinbera það að fjármálakerfið væri í vanda? Myndir þú ekki fara beint út í banka og taka út peningana þína? Og það leiðir til hvers? Jú bankinn myndi lenda í áhlaupi, allt lausafé tæmast og hvað? Bankinn beint á hausinn.
Er það eitthvað sem fólk vill?
Gæti kollvarpað fjármálalífinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)