Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Umboðsvandi

Innan Hagfræðanna er til hugtak er nefnist umboðsvandi (i.e. Principal-agent theory). En þessi vandi skapast einmitt vegna þess að fólk (principal) hefur tilhneiginu til að vinna fremur að eigin hag en hag annar (umbjóðenda). Ef traust á að ríkja milli umboðsmanna og umbjóðenda verður að tryggja að einhver sameiginlegur hagur verki á báða aðila. Í viðskiptaheiminum hefur þessi vandi verið til staðar og stundum bruggðist á versta veg eins og í máli Worldcom og Enron svo alvarleg dæmi séu tekin. Í heimum fyrirtækja hefur verið bruggðist við þessu með bæði beinum og óbeinum hætti. Sem dæmi hefur það færst í auka að stjórnir hlutafélaga tengja greiðslur æðstu stjórnenda á einhvern hátt við fjárhagslega afkomu félaganna og þannig framkalla sameiginlegan hvata stjórnar og stjórnenda. Í þessu samhengi eru hluthafar umbjóðendur stjórnar, stjórn umbjóðendur æðstu stjórnenda og svona koll af kolli.

Þessu má líkja við það pólitíska ástand sem nú hefur skapast í Reykjavík þar sem fyrrverandi borgarstjóri og núverandi borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna hefur orðið uppvís af afar klaufalegum færslum í embætti. Engum skal það diljast að með embættisverkum sínum er snúa að REY hefur borgarstjóri fyrrverandi verið að framkvæma það sem hann taldi réttast og best fyrir hag borgarbúa. Gögn málsins benda allavega ekki til þess að hann hafi haft einhvern beinan hag af samtvinnu REY og GGE. Hitt er annað og verra mál að hann hafi bruggðist við með afar gráum og súrum sannleika í Kastljósþætti varðandi það umboð og valdsvið sem hann hafði til að taka ákvarðanir sem hann tók í umræddu máli og þær heimildir sem hann hafði fyrir þeim. Ljóst er að í umræddum kastljósþætti var Vilhjálmur að ganga á vegi eigin hagsmuna en ekki sem umbjóðandi kjósenda flokksins eða Reykvíkinga sem hann hefði þó átt að gera.  


Fiskar og aftur fiskar

Jæja þá er komið að því. Hér mun ég skrá niður hugrenningar og reynslu af öllu tengdu skrautfiskum og fiskabúrum. Ég hef verið viðriðin fiska síðastliðin 25 ár og hef aldrei haldið utan um þá reynslu og þekkingu sem safnast hefur upp á þesum tíma. Þetta viðbótar blogg mitt mun vonadi breyta þessari þróun og verða til þess að ég hafi vettvang til að flétta upp á hinum ýmsu hliðum fiskanna.

Ekki er öll sagan eins!

Ég veit að þetta er sennilega orðið kalt mál ef svo má segja, en ég get bara ekki orða bundist lengur. Þessir kofahjallar við Laugarveg sem Reykjavíkurborg var að kaupa m.a. fyrir mína peninga eru ekki krónu virði. Handónýt og graut fúin timburhrúga sem keypt er fyrir rúman hálfan milljarð og borgarstjóri fagnar sínum fyrstu embættis afglöpum með sigur bros á vör. Hvað er málið? Við fengum þetta ódýrt segir hann svo í ljósi þess að fyrrverandi eigendur vildu fá miklu meira! Hlutur er ekki meira virði en menn vilja borga fyrir þá og ég held að það hafi bara verið einn bjáni á Ísland, jafnvel Evrópu allri sem var tilbúinn að greiða endanlegt verð fyrir þetta og hann gerði það vegna þess að 5627 kjósendur (Vá!) vissu ekki betur á kjördag.

Kæri borgarstjóri notaðu peningana mína og annarra í borginni skynsamlega. Þeir eru sameign okkar allra. 


Skotsilfur.com fyrir þá sem vilja fjármálin í lag.

Í gær fimtudag rakst ég á grein í Blaðinu sem fjallaði um tiltekt í fjármálum fjölskyldu sem fluttist erlendis til náms. Haldið er utan um tiltektina og markmiðin á bloggsíðunni www.skotsilfur.com og árangurinn af þessari einföldu hugarfarsbreytingu sem bloggarinn hefur sett sér, stendu ekki á sér. Þarna er jafnframt hægt að finna ýmisar upplýsingar ásamt forritum til að auka yfirsýn á fjármálum heimilisins og leiðum til að ná árangri... Ekki hika við að kíkja þarna inn hafir þú áhuga á að bæta heimils fjárhaginn.


Ef þeir skora ekki á vellinum!

Þetta er vægast sagt frumleg leið til fjáröflunar og spurning hvort eða hvenær stóru liðin taka við sér við sömu aðferð. Það er allavega ljóst að ef stuðningsmenn félagsins er jafn slakir í að SKORA utan vallar eins og félagsliðið gerir innan vallar þá er ólíklegt að tekjurnar verði eithhvað til að hrópa húrra fyrir.
mbl.is Smokkar með félagsmerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Eiríkur Ásmundsson
Eiríkur Ásmundsson

Höfundur er í meistaranámi í fjármálum við viðskiptadeild Háskóla Íslands.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband