Leita í fréttum mbl.is

Óæskilegt með öllu...

Ég er hjartanlega sammála Kristjáni Kára að það er alveg út í hött að skylda nefnd á vegum Seðlabanka um að upplýsa áhyggjum sínum á fjármálafyrirtækjum og efast stórlega um að slíkt væri til sparnaðar fyrir samfélagið. Allt fjármálakerfi byggist á væntingum og þegar sú stofnun sem á að tryggja fjármálalegan stöðugleika í landinu lýsir yfir áhyggum sínum opinberlega er ljóst að það myndi hafa veruleg áhrif á allt fjármálakerfið.

Fólk þarf bara að spyrja sig einnar spurningar til að skilja þetta eða hvað myndir þú gera ef að nefnd á vegum Seðlabanka myndi opinbera það að fjármálakerfið væri í vanda? Myndir þú ekki fara beint út í banka og taka út peningana þína? Og það leiðir til hvers? Jú bankinn myndi lenda í áhlaupi, allt lausafé tæmast og hvað? Bankinn beint á hausinn.

Er það eitthvað sem fólk vill? 


mbl.is Gæti kollvarpað fjármálalífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

SIGURÐUR kÁRI...........................

b32 (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Í fréttinni segir "...gera skuli þar til bærum stjórnvöldum viðvart". Nú hef ég ekki lesið þetta frumvarp en er eitthvað í frumvarpinu sem segir að það þurfi að setja þessa aðvörun í fjölmiðla?

Steinn Hafliðason, 26.2.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Eiríkur Ásmundsson

Það er rétt en það er tekið úr skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hinsvegar gengur Seðlabankafrumvarpið lengra og setur þessari peningastefnunefnd frjálsar hendur með það hvernig þeir opinberi sínar áhyggjur. Það er í það minnsta eins og ég skil þetta.  

Eiríkur Ásmundsson, 26.2.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eiríkur Ásmundsson
Eiríkur Ásmundsson

Höfundur er í meistaranámi í fjármálum við viðskiptadeild Háskóla Íslands.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband