8.2.2008 | 19:30
Ekki er öll sagan eins!
Ég veit að þetta er sennilega orðið kalt mál ef svo má segja, en ég get bara ekki orða bundist lengur. Þessir kofahjallar við Laugarveg sem Reykjavíkurborg var að kaupa m.a. fyrir mína peninga eru ekki krónu virði. Handónýt og graut fúin timburhrúga sem keypt er fyrir rúman hálfan milljarð og borgarstjóri fagnar sínum fyrstu embættis afglöpum með sigur bros á vör. Hvað er málið? Við fengum þetta ódýrt segir hann svo í ljósi þess að fyrrverandi eigendur vildu fá miklu meira! Hlutur er ekki meira virði en menn vilja borga fyrir þá og ég held að það hafi bara verið einn bjáni á Ísland, jafnvel Evrópu allri sem var tilbúinn að greiða endanlegt verð fyrir þetta og hann gerði það vegna þess að 5627 kjósendur (Vá!) vissu ekki betur á kjördag.
Kæri borgarstjóri notaðu peningana mína og annarra í borginni skynsamlega. Þeir eru sameign okkar allra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.